Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Sveinn Arnarsson skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal fréttablaðið/Stefán Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira