Dramadrottning NFL-deildarinnar auglýsir eftir hjálmi á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 14:30 Antonio Brown elskar myndavélarnar og það sem hann sér í speglinum. Getty/Kevin Mazur/G Það hefur verið afar erfitt að vera NFL-leikmaðurinn Antonio Brown í haust í það minnsta ef maður spyr hann sjálfan. Fyrstu vikur eins besta útherja deildarinnar hjá Oakland Raiders hafa verið ein löng sápuópera og heimurinn fær að fylgjast með dramadrottningu NFL-deildarinnar bæði í gegnum bandaríska miðla sem og gegn Hard Knocks þáttinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport en fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Antonio Brown mætti í æfingabúðir Oakland Raiders í loftbelg og vitnaði síðan í Muhammad Ali með orðinum „Float like a butterfly, sting like a bee“ nema að hann breytti bee í AB sem er skammstöfun fyrir nafnið hans. Brown hefur hins vegar verið algjörlega bitlaus á æfingunum. Það er ekki nóg með að Antonio Brown hafi fryst á sér iljarnar í kæliklefanum og hefur lítið getað æft af þeim sökum þá er NFL-deildin hörð á því að skikka hann til að spila með nýjan hjálm á komandi tímabili. Antonio Brown hefur verið einn allra besti útherji NFL-deildarinnar undanfarin ár en þá spilaði hann með Pittsburg Steelers. Steelers fékk hins vegar nóg af stjörnustælunum í karlinum og skipti honum til Oakland Raiders í sumar.If you have a "2010 Schutt Air Advantage Adult Large Helmet" then Antonio Brown wants to talk to you https://t.co/FHO906QzN1 — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2019Antonio Brown fékk að vita það í fyrra að hann yrði að skipta um hjálm. Síðasta tímabil átti því að fara í að leita sér að nýjum leyfilegum hjálm það er hjálm sem stenst nýjar strangari öryggiskröfur NFL. Antonio Brown pældi hins vegar ekkert í því og kærði síðan þá ákvörðun NFL-deildarinnar að þvinga hann í að skipta um hjálm í haust. Hann hótaði því meðal annars að hætta í NFL-deildinni en stóð síðan ekki við það þegar áfrýjun hans var hafnað. Nýjasta útspil útherjans er síðan að auglýsa eftir hjálmi á twitter en hjálmurinn verður að vera framleiddur 2010 eða síðar. Brown lofar að láta viðkomandi fá áritaðan Oakland Raiders hjálm sem hann hefur nota sjálfur á æfingum. Hér fyrir neðan má sjá tilboðið frá Antonio Brown."I'm looking for a Schutt Air Advantage Adult Large Helmet that was manufactured in 2010 or after. In exchange I will trade a signed practice worn @Raiders helmet." — AB (@AB84) August 13, 2019 NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Það hefur verið afar erfitt að vera NFL-leikmaðurinn Antonio Brown í haust í það minnsta ef maður spyr hann sjálfan. Fyrstu vikur eins besta útherja deildarinnar hjá Oakland Raiders hafa verið ein löng sápuópera og heimurinn fær að fylgjast með dramadrottningu NFL-deildarinnar bæði í gegnum bandaríska miðla sem og gegn Hard Knocks þáttinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport en fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Antonio Brown mætti í æfingabúðir Oakland Raiders í loftbelg og vitnaði síðan í Muhammad Ali með orðinum „Float like a butterfly, sting like a bee“ nema að hann breytti bee í AB sem er skammstöfun fyrir nafnið hans. Brown hefur hins vegar verið algjörlega bitlaus á æfingunum. Það er ekki nóg með að Antonio Brown hafi fryst á sér iljarnar í kæliklefanum og hefur lítið getað æft af þeim sökum þá er NFL-deildin hörð á því að skikka hann til að spila með nýjan hjálm á komandi tímabili. Antonio Brown hefur verið einn allra besti útherji NFL-deildarinnar undanfarin ár en þá spilaði hann með Pittsburg Steelers. Steelers fékk hins vegar nóg af stjörnustælunum í karlinum og skipti honum til Oakland Raiders í sumar.If you have a "2010 Schutt Air Advantage Adult Large Helmet" then Antonio Brown wants to talk to you https://t.co/FHO906QzN1 — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2019Antonio Brown fékk að vita það í fyrra að hann yrði að skipta um hjálm. Síðasta tímabil átti því að fara í að leita sér að nýjum leyfilegum hjálm það er hjálm sem stenst nýjar strangari öryggiskröfur NFL. Antonio Brown pældi hins vegar ekkert í því og kærði síðan þá ákvörðun NFL-deildarinnar að þvinga hann í að skipta um hjálm í haust. Hann hótaði því meðal annars að hætta í NFL-deildinni en stóð síðan ekki við það þegar áfrýjun hans var hafnað. Nýjasta útspil útherjans er síðan að auglýsa eftir hjálmi á twitter en hjálmurinn verður að vera framleiddur 2010 eða síðar. Brown lofar að láta viðkomandi fá áritaðan Oakland Raiders hjálm sem hann hefur nota sjálfur á æfingum. Hér fyrir neðan má sjá tilboðið frá Antonio Brown."I'm looking for a Schutt Air Advantage Adult Large Helmet that was manufactured in 2010 or after. In exchange I will trade a signed practice worn @Raiders helmet." — AB (@AB84) August 13, 2019
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira