Bakkavör hríðlækkað frá skráningu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 09:00 Lýður Guðmundsson, til hægri, situr í stjórn Bakkavarar en Ágúst Guðmundsson, til vinstri, er forstjóri fyrirtækisins. FBL/vilhelm Hlutabréfaverð breska matvælaframleiðandans Bakkavarar hefur lækkað um rúm 47 prósent frá því að félagið var skráð á hlutabréfamarkaðinn í London í nóvember 2017. Þá var gengið 1,90 pund á hvern hlut en við lok markaðarins í gær stóð það í 1 pundi. Miðað við núverandi gengi nemur markaðsvirði matvælaframleiðandans rúmlega 582 milljónum punda, eða sem nemur 87,3 milljörðum króna. Það hefur því dregist saman um 78,6 milljarða frá skráningu. Financial Times greindi í júní frá verðmati bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley á Bakkavör. Þá hafði gengi Bakkavarar lækkað um 35 prósent frá skráningu en í verðmatinu kom fram að „fordæmalausar“ kostnaðarhækkanir og óvissa á breskum hlutabréfamarkaði skýrðu lækkunina. „Spenna á vinnumarkaði, miklar verðhækkanir á hrávörum og veiking breska pundsins hafa saman myndað krefjandi rekstrarumhverfi fyrir Bakkavör. Þegar við horfum inn í seinni helming ársins og til næsta árs erum við ekki jafn svartsýnir í ljósi þess að að batnandi horfur eru á hrávörumarkaði,“ segir í verðmatinu. Morgan Stanley segir að Brexit feli í sér áhættu fyrir Bakkavör sem kaupir 37 prósent af hráefnum sínum frá meginlandi Evrópu og þaðan kemur jafnframt helmingur starfsfólksins. Gengið var frá sölu eignarhaldsfélagsins BG12 á 45,9 prósenta hlut í Bakkavör í janúar árið 2016 en Arion banki fór með 62 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu. Aðrir eigendur BG12 voru aðallega lífeyrissjóðir, eins og til dæmis Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 14,3 prósenta hlut og Gildi með 11,6 prósenta hlut. Kaupendur að hlutnum voru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, en þeir áttu fyrir um 38 prósent í matvælaframleiðandanum, og bandaríski vogunarsjóðurinn Baupost. Var kaupverðið ríflega 147 milljónir punda en markaðsvirði hlutarins í dag nemur rúmlega 267 milljónum punda þremur og hálfu ári seinna.Bræðurnir Lýður og Ágúst eru enn stærstu hluthafarnir í Bakkavör. Eftir sölu á um 1,1 prósents hlut í maí eiga þeir samtals 49 prósenta hlut í félaginu. Markaðsvirði eignarhlutarins nemur 285 milljónum punda, eða um 42,7 milljörðum króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýndi söluna harðlega og kallaði eftir því að lífeyrissjóðir sem áttu hlut í Bakkavör færu fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hefðu verið blekktir við söluna. Taldi hann að um væri að ræða eitt „stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar“. Eins og Markaðurinn greindi frá í fyrra krafðist Bankasýsla ríkisins þess í desember 2017 að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í breska matvælaframleiðandanum Bakkavör. Bankasýslan tók fram í minnisblaði til ráðherra að í kjölfar almenns útboðs á hlutabréfum í Bakkavör og skráningar þeirra í kauphöllina í Lundúnum í nóvember í fyrra hefði komið í ljós að verðmæti eignarhlutar BG12 í matvælaframleiðandanum hefði því sem næst þrefaldast. Virði hlutarins hafi þannig, á tuttugu mánuðum, farið úr 147 milljónum punda í 433 milljónir punda. Umfjöllunin varð til þess að Arion banki sendi út tilkynningu þar sem bankinn sagðist líta svo á að í hvívetna hefði verið staðið með eðlilegum og faglegum hætti að framkvæmd á söluferli á eignarhlutnum og hafnaði alfarið vangaveltum um annað. Endurheimtur þeirra aðila sem lögðu til stofnunar BG12 hefðu verið mjög vel viðunandi en verðmæti eignarhlutar þeirra fimmfaldaðist meðan hluturinn var í eigu þess félags. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Markaðir Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréfaverð breska matvælaframleiðandans Bakkavarar hefur lækkað um rúm 47 prósent frá því að félagið var skráð á hlutabréfamarkaðinn í London í nóvember 2017. Þá var gengið 1,90 pund á hvern hlut en við lok markaðarins í gær stóð það í 1 pundi. Miðað við núverandi gengi nemur markaðsvirði matvælaframleiðandans rúmlega 582 milljónum punda, eða sem nemur 87,3 milljörðum króna. Það hefur því dregist saman um 78,6 milljarða frá skráningu. Financial Times greindi í júní frá verðmati bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley á Bakkavör. Þá hafði gengi Bakkavarar lækkað um 35 prósent frá skráningu en í verðmatinu kom fram að „fordæmalausar“ kostnaðarhækkanir og óvissa á breskum hlutabréfamarkaði skýrðu lækkunina. „Spenna á vinnumarkaði, miklar verðhækkanir á hrávörum og veiking breska pundsins hafa saman myndað krefjandi rekstrarumhverfi fyrir Bakkavör. Þegar við horfum inn í seinni helming ársins og til næsta árs erum við ekki jafn svartsýnir í ljósi þess að að batnandi horfur eru á hrávörumarkaði,“ segir í verðmatinu. Morgan Stanley segir að Brexit feli í sér áhættu fyrir Bakkavör sem kaupir 37 prósent af hráefnum sínum frá meginlandi Evrópu og þaðan kemur jafnframt helmingur starfsfólksins. Gengið var frá sölu eignarhaldsfélagsins BG12 á 45,9 prósenta hlut í Bakkavör í janúar árið 2016 en Arion banki fór með 62 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu. Aðrir eigendur BG12 voru aðallega lífeyrissjóðir, eins og til dæmis Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 14,3 prósenta hlut og Gildi með 11,6 prósenta hlut. Kaupendur að hlutnum voru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, en þeir áttu fyrir um 38 prósent í matvælaframleiðandanum, og bandaríski vogunarsjóðurinn Baupost. Var kaupverðið ríflega 147 milljónir punda en markaðsvirði hlutarins í dag nemur rúmlega 267 milljónum punda þremur og hálfu ári seinna.Bræðurnir Lýður og Ágúst eru enn stærstu hluthafarnir í Bakkavör. Eftir sölu á um 1,1 prósents hlut í maí eiga þeir samtals 49 prósenta hlut í félaginu. Markaðsvirði eignarhlutarins nemur 285 milljónum punda, eða um 42,7 milljörðum króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýndi söluna harðlega og kallaði eftir því að lífeyrissjóðir sem áttu hlut í Bakkavör færu fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hefðu verið blekktir við söluna. Taldi hann að um væri að ræða eitt „stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar“. Eins og Markaðurinn greindi frá í fyrra krafðist Bankasýsla ríkisins þess í desember 2017 að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í breska matvælaframleiðandanum Bakkavör. Bankasýslan tók fram í minnisblaði til ráðherra að í kjölfar almenns útboðs á hlutabréfum í Bakkavör og skráningar þeirra í kauphöllina í Lundúnum í nóvember í fyrra hefði komið í ljós að verðmæti eignarhlutar BG12 í matvælaframleiðandanum hefði því sem næst þrefaldast. Virði hlutarins hafi þannig, á tuttugu mánuðum, farið úr 147 milljónum punda í 433 milljónir punda. Umfjöllunin varð til þess að Arion banki sendi út tilkynningu þar sem bankinn sagðist líta svo á að í hvívetna hefði verið staðið með eðlilegum og faglegum hætti að framkvæmd á söluferli á eignarhlutnum og hafnaði alfarið vangaveltum um annað. Endurheimtur þeirra aðila sem lögðu til stofnunar BG12 hefðu verið mjög vel viðunandi en verðmæti eignarhlutar þeirra fimmfaldaðist meðan hluturinn var í eigu þess félags.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Markaðir Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira