Hafði áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga grindhval Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:30 Grindhvalir í Kolgrafarfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar. Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira