Frakkarnir spiluðu ekki þjóðsöng Albaníu heldur var það þjóðsöngur Andorra sem var spilaður. Þegar upp komst um mistökin bað vallarþulurinn Armeníu afsökunar. Mistök á mistök ofan.
Albanir voru ekki par sáttir með þetta og nú hefur forseti Frakklands, Emmanual Macron, beðist afsökunar í samtali sínu við forsætisráðherra Albaníu, Edi Rama.
Macron apologises to Albania for anthem gaffe at Euro 2020 qualifier https://t.co/Ela64dRIrspic.twitter.com/BKUA5PTZiuFrakkarnir unnu öruggan 4-1 sigur á Albönum eftir að leikurinn fór svo loks af stað. Kingsley Comas skoraði tvö mörk, Oliver Giroud eitt og ungstirnið Jonathan Ikone eitt.
— FRANCE 24 English (@France24_en) September 9, 2019
Frakkar, Tyrkland og Ísland eru öll með tólf stig en Ísland mætir einmitt Albaníu ytra á morgun.