Gjaldeyrishöft lögð á í Argentínu Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 07:57 Verð á kjöti og öðrum nauðsynjum hefur farið hækkandi vegna fjármálakreppunnar í Argentínu. Vísir/EPA Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á. Argentína Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á.
Argentína Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira