Efast um lögmæti niðurstöðu Hæstaréttar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 22:56 Omar segir mikilvægt að Demókrataflokkurin beiti sér fyrir mannúðlegri innflytjendalöggjöf. Vísir/Getty Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22
Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42