Vísindamenn draga upp dökka mynd af framtíðinni Heimsljós kynnir 12. september 2019 12:45 Ljósmynd frá Úganda. gunnisal Aukinn ójöfnuður og loftslagsbreytingar koma ekki aðeins til með að draga úr framförum í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbærni heldur ógna sjálfri tilvist mannsins á jörðinni. Þetta er meðal niðurstaðna fimmtán vísindamanna sem eru höfundar nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og framgang heimsmarkmiðanna. Skýrslan - “The Future is Now: Science for Achieving Sustainable Development,” – er birt í aðdraganda leiðtogafundar um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum og verður aðal umfjöllunarefni fundarins. Að mati skýrsluhöfunda er heimurinn ekki á réttri leið með heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og eiga að vera í höfn árið 2030. Þeim er lýst í frétt frá Reuters sem einskonar „verkefnalista“ til að takast á við átök, hungur, landhnignun, jafnrétti kynjanna og loftslagsbreytingar.Vísindamennirnir kalla eftir skjótum og hnitmiðuðum aðgerðum til að forða því að framfarir síðustu ára verði að engu. „Við höfum ekki gert okkur grein fyrir því hversu brýnt er að bregðast við strax,“ sögðu þeir á fundi með fréttamönnum þegar skýrslan var kynnt í gær. Í skýrslunni segir að enn sé unnt að tryggja velsæld og útrýma fátækt á jörðinni fyrir árið 2030 – sem þá telur um 8,5 milljarða íbúa – en til þess að svo megi verða þurfi skjótt að breyta sambandi manns og náttúru og draga úr félagslegum og kynbundum ójöfnuði.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent
Aukinn ójöfnuður og loftslagsbreytingar koma ekki aðeins til með að draga úr framförum í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbærni heldur ógna sjálfri tilvist mannsins á jörðinni. Þetta er meðal niðurstaðna fimmtán vísindamanna sem eru höfundar nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og framgang heimsmarkmiðanna. Skýrslan - “The Future is Now: Science for Achieving Sustainable Development,” – er birt í aðdraganda leiðtogafundar um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum og verður aðal umfjöllunarefni fundarins. Að mati skýrsluhöfunda er heimurinn ekki á réttri leið með heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og eiga að vera í höfn árið 2030. Þeim er lýst í frétt frá Reuters sem einskonar „verkefnalista“ til að takast á við átök, hungur, landhnignun, jafnrétti kynjanna og loftslagsbreytingar.Vísindamennirnir kalla eftir skjótum og hnitmiðuðum aðgerðum til að forða því að framfarir síðustu ára verði að engu. „Við höfum ekki gert okkur grein fyrir því hversu brýnt er að bregðast við strax,“ sögðu þeir á fundi með fréttamönnum þegar skýrslan var kynnt í gær. Í skýrslunni segir að enn sé unnt að tryggja velsæld og útrýma fátækt á jörðinni fyrir árið 2030 – sem þá telur um 8,5 milljarða íbúa – en til þess að svo megi verða þurfi skjótt að breyta sambandi manns og náttúru og draga úr félagslegum og kynbundum ójöfnuði.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent