Google segist hafa smíðað fyrstu skammtatölvuna Davíð Stefánsson skrifar 26. september 2019 06:00 Skammtatölvur framtíðarinnar munu umbylta samfélögum með gríðarlegri reiknigetu. Getty/Rost-9D Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira