Mælaborð mikilvægt í breytingum í þágu barna Ásmundur Einar Daðason skrifar 30. september 2019 07:00 Breytingar í þágu barna er yfirskrift ráðstefnu sem ég hef boðað til miðvikudaginn 2. október næstkomandi en þar verða fyrstu tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og fjölskyldur kynntar. Mikilvægur hlekkur í því kerfi er svokallað mælaborð sem ætlað er að varpa ljósi á velferð barna. Það hefur verið eitt af aðaláherslumálum mínum sem ráðherra að auka velferð barna og gera breytingar á kerfinu til þess að það þjóni börnunum okkar sem best. Ég setti mér það markmið strax í upphafi, hef róið að því öllum árum og nú er komið að vendipunkti í þeirri vinnu. Ég þykist vita að flestir hugsi breytingar þannig að þær eigi að vera til batnaðar. Hér er um að ræða mjög viðamiklar breytingar og til þess að vera viss um að þær skili árangri þótti mér nauðsynlegt að styðjast við mælitæki sem gæfi til kynna hvernig staðan er, hvaða breytinga er þörf og hvernig svo tekst til með þær aðgerðir sem framkvæmdar eru. Í því skyni var í júní síðastliðinn samið um þróun mælaborðs sem ætlað er að tryggja betri yfirsýn yfir velferð barna. Aðilar samningsins eru auk félagsmálaráðuneytisins, Kópavogsbær, UNICEF á Íslandi og hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect. Mælaborðinu er ætlað að vinna og greina gögn í þeim tilgangi að mögulegt verði að sjá sem allra best á hvaða sviðum þurfi að bregðast við og hvort viðbrögðin skili tilætluðum árangri. Því er ætlað að tryggja rétta stýringu aðgerða og þar með betri nýtingu fjármuna. Vonir standa til þess að í náinni framtíð muni mælaborðið geta nýst hverju og einu sveitarfélagi og þar með landinu öllu. Á ráðstefnunni 2. október verður mælaborðið kynnt frekar og gefst þátttakendum kostur á að leggja sitt af mörkum við að þróa það áfram. Auk þess verður farið yfir fyrirhugaðar kerfisbreytingar í þágu barna í heild. Fullt er á ráðstefnuna en áhugasömum er bent á að fylgjast með beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Breytingar í þágu barna er yfirskrift ráðstefnu sem ég hef boðað til miðvikudaginn 2. október næstkomandi en þar verða fyrstu tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og fjölskyldur kynntar. Mikilvægur hlekkur í því kerfi er svokallað mælaborð sem ætlað er að varpa ljósi á velferð barna. Það hefur verið eitt af aðaláherslumálum mínum sem ráðherra að auka velferð barna og gera breytingar á kerfinu til þess að það þjóni börnunum okkar sem best. Ég setti mér það markmið strax í upphafi, hef róið að því öllum árum og nú er komið að vendipunkti í þeirri vinnu. Ég þykist vita að flestir hugsi breytingar þannig að þær eigi að vera til batnaðar. Hér er um að ræða mjög viðamiklar breytingar og til þess að vera viss um að þær skili árangri þótti mér nauðsynlegt að styðjast við mælitæki sem gæfi til kynna hvernig staðan er, hvaða breytinga er þörf og hvernig svo tekst til með þær aðgerðir sem framkvæmdar eru. Í því skyni var í júní síðastliðinn samið um þróun mælaborðs sem ætlað er að tryggja betri yfirsýn yfir velferð barna. Aðilar samningsins eru auk félagsmálaráðuneytisins, Kópavogsbær, UNICEF á Íslandi og hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect. Mælaborðinu er ætlað að vinna og greina gögn í þeim tilgangi að mögulegt verði að sjá sem allra best á hvaða sviðum þurfi að bregðast við og hvort viðbrögðin skili tilætluðum árangri. Því er ætlað að tryggja rétta stýringu aðgerða og þar með betri nýtingu fjármuna. Vonir standa til þess að í náinni framtíð muni mælaborðið geta nýst hverju og einu sveitarfélagi og þar með landinu öllu. Á ráðstefnunni 2. október verður mælaborðið kynnt frekar og gefst þátttakendum kostur á að leggja sitt af mörkum við að þróa það áfram. Auk þess verður farið yfir fyrirhugaðar kerfisbreytingar í þágu barna í heild. Fullt er á ráðstefnuna en áhugasömum er bent á að fylgjast með beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar