Grindavík verður með nýjan þjálfara við stjórnvölinn á næsta tímabili en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er hættur hjá Grindavík.
Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis og fékk hann þakkir fyrir sín störf fyrir félagið.
Túfa stýrði Grindavík í eitt tímabil en liðið hafnaði í ellefta sæti Pepsi Max deildarinnar í haust og leikur því í Inkasso-deildinni á næsta ári.
Áður var hann hjá KA, fyrst sem leikmaður og svo þjálfari, og er hann nú orðaður við annað Akureyrarfélag, Þór. Þórsarar leika í Inkasso-deildinni og voru lengi vel í toppbaráttu deildarinnar í sumar.
Grindavík í þjálfaraleit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn



„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti


Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn