Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 10:44 Hundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun. Vísir/EPA Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03