Komu að konu sem hafði verið látin í íbúð í Madríd í fimmtán ár Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 10:30 Puerta del Sol í Madríd. Getty Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul. Spánn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul.
Spánn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira