Stórstjarna Manchester United hefur verið orðaður reglulega burt frá Old Trafford og talið var að Real Madrid hafi verið líklegur áfangastaður í sumar.
Önnur lið eins og Juventus voru talin áhugasöm en Sport Italia greinir frá því að þessi 26 ára gamli miðjumaður hafi verið næst því að ganga í raðir PSG.
Paul Pogba nearly joined PSG - but Man Utd have Marco Verratti to thank #MUFC#PSGhttps://t.co/rw7lQH4BxApic.twitter.com/VTryIKXaCY
— Express Sport (@DExpress_Sport) November 1, 2019
Mino Raiola er bæði umboðsmaður Pogba og Kylian Mbappe en það tókst ekki eftir að Marco Veratti, miðjumaður PSG, framlengdi samning sinn hjá Parísarliðinu til 2024.
Nú er talið líklegast að Pogba fari til Real Madrid en Zinedine Zidane, stjóri Real, er talinn mikill aðdáandi samlanda síns.
Pogba er nú á meiðslalistanum hjá Manchester United.