Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 13:09 Hin 52 ára Jeanine Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún tók sæti á þingi árið 2010. EPA Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að hægrikonan Jeanine Áñez, öldungadeildarþingmaður stjórnarandstöðunnar, hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. Evo Morales sagði af sér embætti um helgina. Áñez segir stjórnarskrá landsins kveða á um að hún taki við embættinu og hefur hún heitið því að boða til kosninga innan skamms. Samflokksmenn Morales sniðgengu þingfundinn og hefur Morales sjálfur lýst Áñez sem hægrisinnuðum valdaræningja. Áñez hélt á stórri biblíu þegar hún hélt inn í forsetahöllina og sagði „biblíuna nú snúa aftur í forsetahöllina.“Morales hefur flúið til Mexíkó þar sem honum var boðið pólitískt hæli, auk þess að hann segir líf sitt vera í hættu. Hann sagði af sér embætti eftir mótmæli síðustu vikna. Þau blossuðu upp eftir að alþjóðlegir eftirlitsmenn settu út á framkvæmd forsetakosninganna í október þar sem Morales lýsti yfir sigri. Sagðist hann hafa verið tilneyddur en hafi þó sagt af sér af frjálsum og fúsum vilja til að forðast frekari blóðsúthellingar. Hin 52 ára Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún hefur áður gegnt embætti forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Totalvision og átt sæti í öldungadeild þingsins frá 2010. Hún er þingmaður Beni-héraðs. Sem einn varaforseta þingsins tók Áñez yfir stjórn þingsins eftir að varaforseti landsins og forseti þingsins sögðu af sér. Hún hafi því verið næst í röðinni að taka við forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskrá. Evo Morales tók við forsetaembættinu í Bólivíu árið 2006. Hann var fyrstur manna af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að hægrikonan Jeanine Áñez, öldungadeildarþingmaður stjórnarandstöðunnar, hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. Evo Morales sagði af sér embætti um helgina. Áñez segir stjórnarskrá landsins kveða á um að hún taki við embættinu og hefur hún heitið því að boða til kosninga innan skamms. Samflokksmenn Morales sniðgengu þingfundinn og hefur Morales sjálfur lýst Áñez sem hægrisinnuðum valdaræningja. Áñez hélt á stórri biblíu þegar hún hélt inn í forsetahöllina og sagði „biblíuna nú snúa aftur í forsetahöllina.“Morales hefur flúið til Mexíkó þar sem honum var boðið pólitískt hæli, auk þess að hann segir líf sitt vera í hættu. Hann sagði af sér embætti eftir mótmæli síðustu vikna. Þau blossuðu upp eftir að alþjóðlegir eftirlitsmenn settu út á framkvæmd forsetakosninganna í október þar sem Morales lýsti yfir sigri. Sagðist hann hafa verið tilneyddur en hafi þó sagt af sér af frjálsum og fúsum vilja til að forðast frekari blóðsúthellingar. Hin 52 ára Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún hefur áður gegnt embætti forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Totalvision og átt sæti í öldungadeild þingsins frá 2010. Hún er þingmaður Beni-héraðs. Sem einn varaforseta þingsins tók Áñez yfir stjórn þingsins eftir að varaforseti landsins og forseti þingsins sögðu af sér. Hún hafi því verið næst í röðinni að taka við forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskrá. Evo Morales tók við forsetaembættinu í Bólivíu árið 2006. Hann var fyrstur manna af frumbyggjaættum til að gegna embættinu.
Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25