Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:21 Þingkosningarnar á Spáni í gær áttu að binda enda á þrátefli í þarlendu stjórnmálum. Úrslitin benda til enn meiri skautunar en var fyrir. Vísir/EPA Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn. Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn.
Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22