Næstu daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna síðasta dansparið sem Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir mynda.
Veiga Páll er þekktur fyrir hæfileika sína á knattspyrnuvellinum og var hann lengi vel atvinnumaður og landsliðsmaður í greininni. Hann þjálfar í dag knattspyrnu hjá Stjörnunni.
Ástrós Traustadóttir var með Sölva Tryggvasyni í síðustu seríu af Allir geta dansað og náðu þau nokkuð langt í þáttunum.
Ástrós er með yfir tíu þúsund fylgjendur á Instagram og eru þau til alls líklega.
Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:
• Selma Björnsdóttir
• Karen Reeve
• Jóhann Gunnar Arnarson
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Veigari og Ástrósu í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.

