Strákarnir féllu fyrir starfi leikskólakennara og mæla með Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2019 11:00 Leikskólar eru skemmtilegir og gefandi vinnustaðir. Austurborg er leikskóli sem rekinn er af Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá 1. júlí 1974. Skólanum hefur alltaf fylgt skemmtileg og fjörug starfsmannadeild að sögn starfsmanna en í Austurborg eru karlmenn tólf af 28 starfsmönnum. Á leikskólanum eru 97 börn frá 18 mánaða aldri. Mikil aukning hefur verið á meðal karlmanna í stafi leikskólakennara og því áhugavert að fá að sjá starfið frá þeirra hlið og af hverju þeir velja að verða leikskólakennarst. „Þetta var afskaplega handahófskennt árið 2010. Ég ætlaði bara að fara að vinna einhvers staðar af því að við konan ætluðum að fara að kaupa okkur hús. Ég þurfti þrjá launaseðla til að geta tekið lán. Og ég er bara búinn að vera hérna síðan,“ segir Ísleifur Örn Garðarsson. „Mig langaði í sumarfrí. Langaði í sumarvinnu með sumarfríi líka, það var árið 2013,“ segir Jón Arnar Ólafsson. Hann hafi verið í starfinu eitt ár í einu þar til hann fyndi eitthvað annað. „En svo var ég búinn að vera of lengi í þessu og bara um að gera að fara í nám.“ Snæbjörn Stefánsson var tiltölulega nýbúinn í menntaskóla og aðallega starfað í skyndibitaiðnaðinum þegar hann réð sig til starfa á Austurborg. „Ég hafði unnið á nokkrum sumarnámskeiðum og vissi að ég hefði áhuga á að vinna á leiksólum. Kærastan mín var að vinna á leikskóla á þessum tíma svo ég ákvað bara að kýla á það. Sótti um á nokkrum og þessi leikskóli var sá eini sem svaraði mér. Svo ég endaði hér.“ Þegar leikskólaleiðbeinendur á Austurborg voru spurðir af hverju karlar ættu að verða leikskólakennarar var svarið einfalt. Af hverju ekki? Þar er líklegt að þú getir nýtt þér þínar sterkustu hliðar hverjar sem þær eru og með því að starfa í leikskóla getur þú tekið þátt í að móta framtíðina á hverjum degi. Þá segjast karlarnir sína nálgun á starfið svo ólíka og hjá konunum. Þeir eru stoltir af starfinu sínu og segja leikskólann einstakan. Snæbjörn hvetur stráka á sínum aldri til að vinna á leikskóla. Þetta sé góð reynsla sem passi vel á ferilskrána. Ísleifur Örn segir starfið alls ekki snúast um að vera kona eða karl. Skemmtilegt fólk vinni á leikskóla óháð því af hvaða kyni það sé. „Ég held að það besta í þessu starfi er að ég bíð ekki mánuð eftir mánuð eftir launaseðlinum að sjá hvað ég get komist í gott frí. Mér finnst ógeðslega gaman að komast í vinnuna að vinna með börnum. Við erum heppin að vera með alla þessa karlmenn því við erum ógeðslega flottar og skemmtilegar konur líka. Ekki afskrifa fyrsta leikskólann sem þið vinnið á og segjast aldrei ætla að vinna aftur á leikskóla. Það getur vel verið að rétti leikskólinn sé handan við hornið,“ segir Ísleifur Örn. Börn og uppeldi Ísland í dag Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Sjá meira
Leikskólar eru skemmtilegir og gefandi vinnustaðir. Austurborg er leikskóli sem rekinn er af Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá 1. júlí 1974. Skólanum hefur alltaf fylgt skemmtileg og fjörug starfsmannadeild að sögn starfsmanna en í Austurborg eru karlmenn tólf af 28 starfsmönnum. Á leikskólanum eru 97 börn frá 18 mánaða aldri. Mikil aukning hefur verið á meðal karlmanna í stafi leikskólakennara og því áhugavert að fá að sjá starfið frá þeirra hlið og af hverju þeir velja að verða leikskólakennarst. „Þetta var afskaplega handahófskennt árið 2010. Ég ætlaði bara að fara að vinna einhvers staðar af því að við konan ætluðum að fara að kaupa okkur hús. Ég þurfti þrjá launaseðla til að geta tekið lán. Og ég er bara búinn að vera hérna síðan,“ segir Ísleifur Örn Garðarsson. „Mig langaði í sumarfrí. Langaði í sumarvinnu með sumarfríi líka, það var árið 2013,“ segir Jón Arnar Ólafsson. Hann hafi verið í starfinu eitt ár í einu þar til hann fyndi eitthvað annað. „En svo var ég búinn að vera of lengi í þessu og bara um að gera að fara í nám.“ Snæbjörn Stefánsson var tiltölulega nýbúinn í menntaskóla og aðallega starfað í skyndibitaiðnaðinum þegar hann réð sig til starfa á Austurborg. „Ég hafði unnið á nokkrum sumarnámskeiðum og vissi að ég hefði áhuga á að vinna á leiksólum. Kærastan mín var að vinna á leikskóla á þessum tíma svo ég ákvað bara að kýla á það. Sótti um á nokkrum og þessi leikskóli var sá eini sem svaraði mér. Svo ég endaði hér.“ Þegar leikskólaleiðbeinendur á Austurborg voru spurðir af hverju karlar ættu að verða leikskólakennarar var svarið einfalt. Af hverju ekki? Þar er líklegt að þú getir nýtt þér þínar sterkustu hliðar hverjar sem þær eru og með því að starfa í leikskóla getur þú tekið þátt í að móta framtíðina á hverjum degi. Þá segjast karlarnir sína nálgun á starfið svo ólíka og hjá konunum. Þeir eru stoltir af starfinu sínu og segja leikskólann einstakan. Snæbjörn hvetur stráka á sínum aldri til að vinna á leikskóla. Þetta sé góð reynsla sem passi vel á ferilskrána. Ísleifur Örn segir starfið alls ekki snúast um að vera kona eða karl. Skemmtilegt fólk vinni á leikskóla óháð því af hvaða kyni það sé. „Ég held að það besta í þessu starfi er að ég bíð ekki mánuð eftir mánuð eftir launaseðlinum að sjá hvað ég get komist í gott frí. Mér finnst ógeðslega gaman að komast í vinnuna að vinna með börnum. Við erum heppin að vera með alla þessa karlmenn því við erum ógeðslega flottar og skemmtilegar konur líka. Ekki afskrifa fyrsta leikskólann sem þið vinnið á og segjast aldrei ætla að vinna aftur á leikskóla. Það getur vel verið að rétti leikskólinn sé handan við hornið,“ segir Ísleifur Örn.
Börn og uppeldi Ísland í dag Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Sjá meira