Janus Daði skoraði fjögur mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði úr eina skoti sínu í leiknum.
Álaborg er í 4. sætinu með átta stig en PSG er með sextán stig, jafn mörg og Barcelona, er níu umferðum af fjórtán er lokið.
Janus Daði frábær gegn PSG í dag. PSG betur mannað en Barcelona. Hefur ekki dugað síðustu ár. Álaborg afar vel spilandi lið.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) November 24, 2019
Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur hjá Elverum sem tapaði gegn HC Zagreb, 30-27, eftir að Króatarnir höfðu leitt með þremur mörkum, 16-13, í hálfleik.
Elverum er í neðsta sæti A-riðilsins með eitt stig en Zagreb er komið með þrjú stig eftir sigurinn í leik dagsins.