Fékk Michelin-stjörnu á afmælisdaginn sinn Björn Þorfinnsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Hjónin Joke og Vilhjálmur höfðu tvöfalda ástæðu til að gleðjast. Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira