Segja að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa fyrir helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 08:00 Carlo Ancelotti. Getty/Salvatore Laporta Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira
Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira