Fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:00 Liverpool er búið að vinna einn titil á þessu tímabili en þeir geta enn orðið fimm talsins. Hér er Sadio Mane með Ofurbikar Evrópu. Getty/Mike Kireev Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira
Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira