„Föngum á Hólmsheiði er margt til lista lagt. Í fannfergi síðustu daga hafa nokkrir þeirra tekið sig til og gert listaverk í útivistargarði fangelsisins úr snjónum sem hefur verið að pirra ýmsa landsmenn að undanförnu.“
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Fangelsismálastofnun ríkisins og má sjá tvær fallegar myndir með færslunni. Heljarinnar listaverk í bakgarðinum á Hólmsheiði.
„Þetta er vægast sagt vel gert hjá þeim. Ef einhverjir hafa áhuga á að fá vistmenn fangelsa til að sinna skapandi vinnu er línan laus hjá fangelsum landsins.“
