Þriðji ráðherrann í ríkisstjórn Rússlands greindist í dag með Covid-19. Olga Lyubimova, menningarmálaráðherra landsins, greindi frá veikindum sínum í dag.
Aðstoðarmaður Olgu sagði ráðherrann ekki vera þungt haldinn af sjúkdómnum. Olga væri með væg einkenni og í einangrun heima hjá sér. Olga hyggst sinna störfum sínum á heimili sínu og mun taka þátt í ríkisstjórnarfundum með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
Hið sama gildir þó ekki um Mikhaíl Mishustin, forsætisráðherra, og Vladimir Yakushev, byggingamálaráðherra, sem voru á dögunum lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sjúkdómsins.