Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 20:45 Frá mótmælum í Stuttgart gegn takmörkunum vegna faraldursins. Mótmælendurnir telja þær brjóta stjórnarskrárvarin réttindi þeirra um samkomu- og trúfrelsi. Vísir/EPA Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43