Samkeppnishæfni! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. maí 2020 13:50 Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun