Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hefur greinst með kórónuveiruna.
Interfax segir frá því að Peskov njóti nú aðhlynningar á sjúkrahúsi vegna veikindanna.
Hinn 52 ára Peskov hefur verið fjölmiðlafulltrúi Pútíns frá árinu 2012.
Skráð kórónuveirusmit í Rússlandi eru nú um 232 þúsund og hafa rúmlega 2.100 dauðsföll verið rakin til Covid-19.