Alma Möller elskar ferðalög, saumaskap, kampavín og hálendi Íslands Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 10:29 Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira