„Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 09:00 Arna með dætrum sínum fjórum. „Pistillinn hefur fengið töluverð viðbrögð. Í raun mun meiri viðbrögð ég átti von á. Ég hef verið að ergja mig á þessum lögheimilisreglum frá árinu 2013 og ákvað núna aðeins að tjá mig um þetta málefni,“ segir Arna Pálsdóttir sem skrifaði pistilinn Hvað á ég mörg börn? á Vísi í gær og hefur pistillinn fengið mikil og góð viðbrögð. Þar kemur Arna inn á það að hún sé fjögurra barna tvífráskilin kona. Hún eignaðist fyrst tvær dætur með fyrri eiginmanni sínum og eru dæturnar með lögheimili hvor á sínum staðnum. Seinna meira kynntist Arna öðrum manni og eignast einnig tvær dætur með honum. Það saman gerðist í kjölfarið. Báðir foreldra fengu að hafa lögheimili hjá einni dóttur. Það var síðan þegar Arna var að gera skattaskýrsluna sína á dögunum þegar hún rakst á þá staðreynd að hún er aðeins skráð sem foreldri tveggja barna. Þetta fer fyrir brjóstið á henni og vill hún að börn geti átt lögheimili á tveimur stöðum. Arna segist vera í mjög góðum samskiptum við báða feður og sé heppin með það. „Viðbrögðin hafa öll verið á þá leið að fólk þakkar mér fyrir innleggið og tekur undir sjónarmiðin sem koma þar fram. Það er gott að fá viðbrögð og sjá að maður er ekki einn á sínum skoðunum. Þá vaknar von í hjarta um að núverandi fyrirkomulagi verði breytt fyrr en síðar.“ Kaffærir réttlætiskenndinni Hún segir að fyrst og fremst sé þetta prinsipp mál. „Það er engin taug sterkari en sú sem liggur á milli foreldris og barns. Að horfa á skattframtalið sitt þar sem það vantar nöfnin á tveimur af fjórum dætrum mínum algjörlega kaffærir réttlætiskennd minni. Staða okkar í samfélaginu og gagnvart hinu opinbera er stór partur af sjálfsmynd okkar. Það að maður þurfi að upplifa „afföll" á börnum sínum við skilnað er óásættanlegt. Skilnaði fylgja margar erfiðar ákvarðanir og margar erfiðar tilfinningar. Það er nógu erfitt að taka ákvörðun sem hefur áhrif á samverutíma þinn með börnunum þínum án þess að þurfa að horfa upp á hið opinbera draga fram stóran svartan tússpenna og byrja að krota yfir nöfnin þeirra í opinberum skrám.“ Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn í byrjun mánaðar. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Leggur ekki í þriðja skilnaðinn Frumvarpinu er ætlað að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barns og kjósa að ala það upp saman á tveimur heimilum. Frumvarpið er samt sem áður ekki orðið að lögum en Arna segist vera bjartsýn að eðlisfari. „Ég ætla að trúa því að þetta muni breytast. Hversu hratt og hversu vel er erfitt að segja til um á þessum tímapunkti. Frumvarp dómsmálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt og verði það samþykkt er um að ræða mikla breytingu á því kerfi sem er við lýði í dag.“ Hún segir að miðað við viðbrögðin tengi margir við hennar vangaveltur. „Hlutfall hjónaskilnaða er það hátt að það verður að halda betur utan um allar tegundir fjölskyldna. Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt. Mörg hjónabönd enda með skilnaði, það hefur ekkert með hæfni foreldra að gera. Ég trúi því að við séum komin lengra en að finnast skilnaðir tabú og að fólk sem skilur með börn eigi bara að vera útí horni og skammast sín. Skilnaður er bara einn hluti af því sem gerir okkur mannleg. Ekki svo að skilja að ég ætli að leggja í þriðja.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Pistillinn hefur fengið töluverð viðbrögð. Í raun mun meiri viðbrögð ég átti von á. Ég hef verið að ergja mig á þessum lögheimilisreglum frá árinu 2013 og ákvað núna aðeins að tjá mig um þetta málefni,“ segir Arna Pálsdóttir sem skrifaði pistilinn Hvað á ég mörg börn? á Vísi í gær og hefur pistillinn fengið mikil og góð viðbrögð. Þar kemur Arna inn á það að hún sé fjögurra barna tvífráskilin kona. Hún eignaðist fyrst tvær dætur með fyrri eiginmanni sínum og eru dæturnar með lögheimili hvor á sínum staðnum. Seinna meira kynntist Arna öðrum manni og eignast einnig tvær dætur með honum. Það saman gerðist í kjölfarið. Báðir foreldra fengu að hafa lögheimili hjá einni dóttur. Það var síðan þegar Arna var að gera skattaskýrsluna sína á dögunum þegar hún rakst á þá staðreynd að hún er aðeins skráð sem foreldri tveggja barna. Þetta fer fyrir brjóstið á henni og vill hún að börn geti átt lögheimili á tveimur stöðum. Arna segist vera í mjög góðum samskiptum við báða feður og sé heppin með það. „Viðbrögðin hafa öll verið á þá leið að fólk þakkar mér fyrir innleggið og tekur undir sjónarmiðin sem koma þar fram. Það er gott að fá viðbrögð og sjá að maður er ekki einn á sínum skoðunum. Þá vaknar von í hjarta um að núverandi fyrirkomulagi verði breytt fyrr en síðar.“ Kaffærir réttlætiskenndinni Hún segir að fyrst og fremst sé þetta prinsipp mál. „Það er engin taug sterkari en sú sem liggur á milli foreldris og barns. Að horfa á skattframtalið sitt þar sem það vantar nöfnin á tveimur af fjórum dætrum mínum algjörlega kaffærir réttlætiskennd minni. Staða okkar í samfélaginu og gagnvart hinu opinbera er stór partur af sjálfsmynd okkar. Það að maður þurfi að upplifa „afföll" á börnum sínum við skilnað er óásættanlegt. Skilnaði fylgja margar erfiðar ákvarðanir og margar erfiðar tilfinningar. Það er nógu erfitt að taka ákvörðun sem hefur áhrif á samverutíma þinn með börnunum þínum án þess að þurfa að horfa upp á hið opinbera draga fram stóran svartan tússpenna og byrja að krota yfir nöfnin þeirra í opinberum skrám.“ Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn í byrjun mánaðar. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Leggur ekki í þriðja skilnaðinn Frumvarpinu er ætlað að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barns og kjósa að ala það upp saman á tveimur heimilum. Frumvarpið er samt sem áður ekki orðið að lögum en Arna segist vera bjartsýn að eðlisfari. „Ég ætla að trúa því að þetta muni breytast. Hversu hratt og hversu vel er erfitt að segja til um á þessum tímapunkti. Frumvarp dómsmálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt og verði það samþykkt er um að ræða mikla breytingu á því kerfi sem er við lýði í dag.“ Hún segir að miðað við viðbrögðin tengi margir við hennar vangaveltur. „Hlutfall hjónaskilnaða er það hátt að það verður að halda betur utan um allar tegundir fjölskyldna. Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt. Mörg hjónabönd enda með skilnaði, það hefur ekkert með hæfni foreldra að gera. Ég trúi því að við séum komin lengra en að finnast skilnaðir tabú og að fólk sem skilur með börn eigi bara að vera útí horni og skammast sín. Skilnaður er bara einn hluti af því sem gerir okkur mannleg. Ekki svo að skilja að ég ætli að leggja í þriðja.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp