„Gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2020 11:00 Anna Steinsen segir mikilvægt að styrkja liðsheildina í kjölfar samkomubanns. Vísir/Vilhelm Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn. Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn.
Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira