Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2020 14:11 Inga Gehrike (til vinstri) hvarf sporlaust úr grillveislu fjölskyldu sinnar árið 2015. Madeleine McCann er á myndinni til hægri. Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. Kannar lögregla nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni einnig að hafa borið ábyrgð á hvarfi Ingu litlu. Sky News segir frá því að talið hafi verið að Inga, sem hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt, hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Hefur hún verið kölluð „þýska Maddie“ í þýskum fjölmiðlum. Afplánar sjö ára dóm fyrir nauðgun Hinn grunaði, sem gengur undir nafninu Christian B. í þýskum fjölmiðlum, er 43 ára Þjóðverji og afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Maðurinn er nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Rannsókn Sky News á síðasta ári leiddi í ljós að grunur hafi beinst að Christian B. í rannsókninni á hvarfi Ingu. Hafi lögregla gert húsleit á heimili hans um ári eftir að Inga hvarf, en sú leit hafi ekki leitt til annarra aðgerða. Ferðaðist um í húsbíl Christian B. er sagður hafa átt fasteign í Neuwegersleben, um 100 kílómetrum suðvestur af bænum Stendal, þaðan se Inga hvarf. Vitað er að maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið á Algarve-ströndinni í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf í maí 2007. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine. Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. Kannar lögregla nú hvort maður sem grunaður er um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007, kunni einnig að hafa borið ábyrgð á hvarfi Ingu litlu. Sky News segir frá því að talið hafi verið að Inga, sem hvarf úr grillveislu fjölskyldu sinnar í Saxlandi-Anhalt, hafi týnst eftir að hafa haldið inn í skóg í leit að eldivið. Hefur hún verið kölluð „þýska Maddie“ í þýskum fjölmiðlum. Afplánar sjö ára dóm fyrir nauðgun Hinn grunaði, sem gengur undir nafninu Christian B. í þýskum fjölmiðlum, er 43 ára Þjóðverji og afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Maðurinn er nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Rannsókn Sky News á síðasta ári leiddi í ljós að grunur hafi beinst að Christian B. í rannsókninni á hvarfi Ingu. Hafi lögregla gert húsleit á heimili hans um ári eftir að Inga hvarf, en sú leit hafi ekki leitt til annarra aðgerða. Ferðaðist um í húsbíl Christian B. er sagður hafa átt fasteign í Neuwegersleben, um 100 kílómetrum suðvestur af bænum Stendal, þaðan se Inga hvarf. Vitað er að maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið á Algarve-ströndinni í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf í maí 2007. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine.
Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13