Goodell viðurkennir að NFL hafi gert mistök Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 11:15 Kaepernick hóf að krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn er leikinn árið 2016. Hann var harðlega gagnrýndur af yfirmönnum sínum og jafnvel af forsetanum sjálfum. Getty/Michael Zagaris Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni. NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni.
NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira