Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 09:52 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33