Semjið við hjúkrunarfræðinga strax! Ólafur G. Skúlason skrifar 15. júní 2020 15:00 Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun