Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2020 21:35 Óskar Hrafn hefði viljað sjá lið sitt spila betur en var sáttur með þrjú stig. Vísir/Mynd Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira
Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00