Matt Damon hefur um árabil reynt að verða gestur í sjónvarpsþætti Jimmy Kimmel en með takmörkuðum árangri en þeir hafa staðið í illdeilum síðan 2006 og hefur sami brandari gengið í þætti Kimmel allar götur síðan.
Vegna útbreyðslu kórónuveirunnar hefur þátturinn verið tekinn upp heima hjá Kimmel undanfarnar vikur en á dögunum tilkynnti þáttastjórnandinn að hann væri á leiðinni í frí og að nokkrir gestastjórnendur myndu fylla í hans skarð næstu vikur.
Þegar Kimmel ræddi við áhorfendur birtist Matt Damon allt í einu og gekk út úr svefnherbergi Kimmel.
Hann sagðist hafa verið þar í þrjá mánuði, að bíða eftir boði í þáttinn. Stuttu síðar læddist eiginkona Kimmel, Molly McNearney, út úr svefnherberginu og vildi Matt Damon meina að þau hafi átt í ástarsambandi.
Kimmel var ekkert sérstaklega sáttur með það eins og sjá má hér að neðan.