Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júlí 2020 13:30 Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru í settinu ásamt stjórnandanum Helenu Ólafsdóttur í gær. vísir/s2s Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti? Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti?
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00
Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50