Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2020 10:58 Kaflinn sem núna er boðinn út er 6,6 kílómetra langur og liggur meðfram vesturströnd Gufufjarðar, milli Skálaness og Gufudals. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. Hann snertir þó ekki þau svæði sem harðast hefur verið tekist á um, veglínuna um sjálfan Teigsskóg og þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Greint var frá útboðinu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Áfanginn sem boðinn er út núna liggur meðfram vesturströnd Gufufjarðar og skiptist í tvo kafla: Annars vegar 5,4 kílómetra langan kafla frá Gufudalsá að Melanesi. Sá kafli er ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna sem þjóðbraut þar til heildarverkinu lýkur og eftir það verða sveitavegur fyrir Gufudal. Hins vegar 1,2 kílómetra langan kafla frá Melanesi að Skálanesi, en sá kafli er hluti af framtíðar Vestfjarðavegi. Vegagerðin ákvað að bjóða út þessa fyrstu kafla eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í síðasta mánuði kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda. Enn vantar þó grænt ljós á umdeildasta kaflann um sjálfan Teigsskóg en nefndin hefur gefið út að úrskurðað verði um þann þátt eigi síðar en í haust. Samkvæmt auglýsingu rennur útboðsfrestur út þann 11. ágúst. Verktaki hefur þá innan við eitt ár til að klára verkið, sem skal að fullu lokið 15. júlí 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði um útboðið: Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. Hann snertir þó ekki þau svæði sem harðast hefur verið tekist á um, veglínuna um sjálfan Teigsskóg og þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Greint var frá útboðinu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Áfanginn sem boðinn er út núna liggur meðfram vesturströnd Gufufjarðar og skiptist í tvo kafla: Annars vegar 5,4 kílómetra langan kafla frá Gufudalsá að Melanesi. Sá kafli er ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna sem þjóðbraut þar til heildarverkinu lýkur og eftir það verða sveitavegur fyrir Gufudal. Hins vegar 1,2 kílómetra langan kafla frá Melanesi að Skálanesi, en sá kafli er hluti af framtíðar Vestfjarðavegi. Vegagerðin ákvað að bjóða út þessa fyrstu kafla eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í síðasta mánuði kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda. Enn vantar þó grænt ljós á umdeildasta kaflann um sjálfan Teigsskóg en nefndin hefur gefið út að úrskurðað verði um þann þátt eigi síðar en í haust. Samkvæmt auglýsingu rennur útboðsfrestur út þann 11. ágúst. Verktaki hefur þá innan við eitt ár til að klára verkið, sem skal að fullu lokið 15. júlí 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði um útboðið:
Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. 12. júní 2020 09:52
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15
Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29