Eftir úrslit gærdagsins í danska boltanum er ljóst að AGF lendir í öðru eða þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Það er þar af leiðandi í fyrsta skipti síðan 1997 sem Árósar-liðið lendir í verðlaunasæti og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því hressilega í gær.
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar unnu 4-2 sigur á FCK á útivelli í gær og komust þar af leiðandi upp fyrir FCK í 2. sætið er tvær umferðir eru eftir.
Bröndby tapaði skömmu áður fyrir AaB á heimavelli sem þýðir að Bröndby nær ekki AGF. Því er Árósar-liðið með tryggt að minnsta kosti brons en er með silfrið í höndum sér.
Stuðningsmenn Árósar-liðsins eru magnaðir og þeir sýndu það í gær. Þeir fögnuðu í miðbæ Árósa en margir voru einnig mættir er liðið kom úr flugi frá Kaupmannahöfn.
Blys, flugeldar og söngvar voru brot af því sem stuðningsmenn AGF notuðu til að fagna komu Jóns Dags og félaga í gær en nokkur mögnuð myndbönd af stemningunni má sjá hér að neðan.
Kæmpe bue af romerlys for spillerne #ultratwitteragf pic.twitter.com/c5Q3skMfnA
— William (@williamernst18) July 19, 2020
Aarhus Lufthavn #ksdh #aarhus pic.twitter.com/9r8YhYxEJM
— AGF (@AGFFodbold) July 19, 2020
#ultratwitteragf s medaljefest er i fuld gang!!! #fckagf fuck hvor er det vildt!!! pic.twitter.com/w2yD4af8oQ
— Mathies Dalsgaard (@mathies176) July 19, 2020
Vanvittigt #ultratwitteragf pic.twitter.com/03xIZNXjkV
— Anders Dam Gaard Madsen (@drmadsen) July 19, 2020
Scener #ultratwitteragf pic.twitter.com/8Yxp4T7dBh
— William (@williamernst18) July 19, 2020
#ultratwitteragf s medaljefest er i fuld gang!!! #fckagf fuck hvor er det vildt!!! pic.twitter.com/w2yD4af8oQ
— Mathies Dalsgaard (@mathies176) July 19, 2020
Se Amini #ksdh #ultratwitteragf pic.twitter.com/YApMUFZPG3
— Mads S (@steingum1) July 19, 2020
Vanvittig stemning i Aarhus midtby #ultratwitteragf #ksdh pic.twitter.com/VyxiJve7lf
— Mads Rundstrøm (@Rundstroem) July 19, 2020