Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:35 Sprengingin olli gríðarlegi eyðileggingu. EPA/IBRAHIM DIRANI Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13