Zuckerberg í fámennan hóp auðkýfinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:44 Zuckerberg ávarpar hér þingnefnd Bandaríkjaþings í gegn um fjarfundabúnað. AP/(Mandel Ngan Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira