Annie Mist Þórisdóttir missir af heimsleikunum í CrossFit í ár en hún er ófrísk af sínu fyrsta barni.
Annie birti mynd á Instagram síðu sinni í gær þar sem hún rifjaði upp heimsleikana; í Aromas, í Carson og í Madison.
Hún varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð en varð heimsmeistari árin 2011 og 2012. Hún varð svo í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014.
„Svo margar ótrúlegar minningar, góðar, erfiðar og sem hafa hjálpað mér að verða að þeirri persónu sem ég er í dag,“ skrifaði Annie á Instagram síðu sína.
„Sár að missa af leikunum 2020 en ég er með augun á 2021,“ bætti hún svo við.
Hún er þar af leiðandi ekki af baki dottin og ætlar að koma sér enn sterkari til baka.