Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 15:56 Frá leik KR og Breiðabliks á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla fyrr í sumar. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. Sóttvarnarlæknir sagði frá því á upplýsingafundi Almannavarna í dag er nú til skoðunar að gefin verði heimild til að hefja leik í knattspyrnu að nýju. Til að svo verði þá þarf KSÍ að leggja fram nýjar og harðari sóttvarnarreglur og þessar reglur verða síðan notaðar sem grunnur fyrir regluverk annarra hópíþrótta hér á landi. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að sambandið sé nú byrjað að undirbúa það að hægt verði að hefja keppni aftur samkvæmt áætlun föstudaginn 14. ágúst. Knattspyrnusamband Íslands birti drög af þessum nýju reglum á heimasíðu sinni í dag en áréttar samt það að enn sem komið er hefur sóttvarnarlæknir ekki lagt fram minnisblað þess efnis og því síður hefur það verið staðfest af heilbrigðisráðherra. KSÍ minnir líka á það að núverandi takmarkanir á leikjum og æfingum gilda til og með 13. ágúst. Mótanefnd KSÍ fundar síðar í dag þar sem farið verður yfir framhaldið. Til skoðunar að hefja leik að nýju - Drög að reglum - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/hFS5tzBN75— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 10, 2020 KSÍ hefur undanfarna viku unnið ítarlegar reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja og æfinga með tilliti til sóttvarnaraðgerða. Reglurnar er m.a. byggðar á almennum sóttvarnarkröfum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi en styðjast einnig við sambærileg gögn m.a. frá Þýskalandi, Danmörku og UEFA. KSÍ segir að reglurnar séu enn bara drög og að enn gætu einstök atriði í reglunum átt eftir að taka einhverjum breytingum eða að nauðsynlegt verði að skerpa á einstökum atriðum. Í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld undanfarna viku hafa þessar reglur verið kynntar og eru nú forsenda þess að til skoðunar er að hefja leik að nýju. KSÍ segir mikilvægt að allir þátttakendur leiksins kynni sér reglurnar og að eftir þeim sé farið. Næstu daga er stefnt að því að reglurnar verði staðfestar í stjórn KSÍ og kynntar aðildarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í framhaldinu. „Allir hagsmunaaðilar; forráðamenn félaga, leikmenn, allir starfsmenn félaga/mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð þegar kallið kemur. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í frétt KSÍ. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi þetta aðeins á upplýsingafundinum í dag. „Grunnurinn að því eru kannski mjög ítarlegar reglur sem að knattspyrnusambandið er tilbúið að setja um framkvæmd knattspyrnuleikja. Við höfum unnið mjög náið með knattspyrnusambandinu og ÍSÍ síðustu daga við að leita leiða í þessu. Fyrir liggja mjög strangar reglur sem að knattspyrnusambandið er tilbúið að setja. Það er grunnurinn að því að stíga þetta skref. Þær verða síðan nýttar fyrir öll önnur sérsambönd, til að setja svipaðar reglur fyrir þau. Við munum vinna það með ÍSÍ núna næstu daga, þegar fyrir liggur hvaða leið ráðherra mun fara varðandi þessar tillögur sóttvarnalæknis,“ sagði Víðir. Reglur KSÍ um sóttvarnir vegna COVID-19 DRÖG – 6. ágúst 2020 Almennt Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu mánuðina. Þessar almennu aðgerðir eru hér með gerðar að skilyrði fyrir því að hægt sé að halda áfram iðkun knattspyrnu á Íslandi næstu misserin án þess að sífellt sé hætta á því að þurfa að skella öllu í lás á nokkurra vikna fresti. Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur í knattspyrnu (leikmenn, starfsmenn félaga og allir aðrir þátttakendur leiksins) smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að stöðva smit til annarra, ef einstaklingur innan félags sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Mikilvægt er að öllum þátttakendum í knattspyrnu sé gert það ljóst að ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti. Þessar reglur sem hér eru settar ná til keppnissvæða, æfingaaðstöðu, búningsaðstöðu, ferðalaga og síðast en ekki síst til mikilvægi almennrar aðgæslu allra þátttakenda í knattspyrnuá Íslandi (allra deilda meistaraflokka og 2. og 3. flokks karla og kvenna). Reglur þessar fela í sér aðskilnað hópa eftir því sem nauðsyn krefur t.d. leikmanna/þjálfara frá almennum starfsmönnum félaga og ítarlegri aðskilnað fjölmiðla frá öðrum þátttakendum leiksins heldur en áður hefur verið fjallað um í leiðbeiningum KSÍ. Auk þess fela þessar ráðstafanir í sér ítarlegri leiðbeiningar um almenna sótthreinsun búningsklefa og búnaðar sem notaður er í keppni og á æfingum en áður hefur verið hér á landi. Jafnframt er hér fjallað um ráðstafanir sem nauðsynlegar eru varðandi fjarlægðarmörk innan einstakra hópa, t.d. leikmanna, þjálfara og dómara. Sérstaklega er kveðið á um hámarksfjölda starfsfólks nauðsynlegra þjónustuaðila, t.d. starfsmenn mannvirkja, starfsmenn leikja og starfsmenn fjölmiðla. Leikmaður sem sýkst hefur þarf eins og aðrir að halda sig í einangrun þar til liðnir eru a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarprófi) og að hann/hún hafi verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga. Áður en að leikmaður getur hafið æfingar og keppni á ný þarf mat læknis til staðfestingar á að hann/hún sé leikfær samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum. Aðrir leikmenn og starfsmenn hlutaðeigandi félags geta þurft að fara í sóttkví í allt að 14 daga. Mynd/KSÍ Skipta ber knattspyrnumannvirkjum í þrjú svæði: Tæknisvæði, Áhorfendasvæði og ytra svæði. Þetta má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Að áhorfendum frátöldum mega að hámarki vera 100 manns (16 ára og eldri) samtals innan svæða 1 og 2 á hverjum tíma (80 á svæði 1 og 20 á svæði 2). Leikdegi er skipt niður í tímaglugga (um það bil 2 klst. hver gluggi) og taflan hér fyrir neðan sýnir hversu margir mega vera á hverju svæði innan hvers tímaglugga. Aðalmarkmið töflunnar er að tryggja að fjöldi á hverjum tíma fari ekki yfir hámarksfjölda en helsta markmiðið er að tryggja þann hámarksfjölda sem er innan mannvirkis á meðan leikur fer fram. Í töflunni er leiktími settur kl. 15:30 sem dæmi. Öllum undirbúningi mannvirkis og leikvallar þarf að vera lokið vel tímanlega áður en leikmenn (keppnislið) mæta til leiks. Mynd/KSÍ Það má sjá meira um þetta og frekari reglur með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. Sóttvarnarlæknir sagði frá því á upplýsingafundi Almannavarna í dag er nú til skoðunar að gefin verði heimild til að hefja leik í knattspyrnu að nýju. Til að svo verði þá þarf KSÍ að leggja fram nýjar og harðari sóttvarnarreglur og þessar reglur verða síðan notaðar sem grunnur fyrir regluverk annarra hópíþrótta hér á landi. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að sambandið sé nú byrjað að undirbúa það að hægt verði að hefja keppni aftur samkvæmt áætlun föstudaginn 14. ágúst. Knattspyrnusamband Íslands birti drög af þessum nýju reglum á heimasíðu sinni í dag en áréttar samt það að enn sem komið er hefur sóttvarnarlæknir ekki lagt fram minnisblað þess efnis og því síður hefur það verið staðfest af heilbrigðisráðherra. KSÍ minnir líka á það að núverandi takmarkanir á leikjum og æfingum gilda til og með 13. ágúst. Mótanefnd KSÍ fundar síðar í dag þar sem farið verður yfir framhaldið. Til skoðunar að hefja leik að nýju - Drög að reglum - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/hFS5tzBN75— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 10, 2020 KSÍ hefur undanfarna viku unnið ítarlegar reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja og æfinga með tilliti til sóttvarnaraðgerða. Reglurnar er m.a. byggðar á almennum sóttvarnarkröfum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi en styðjast einnig við sambærileg gögn m.a. frá Þýskalandi, Danmörku og UEFA. KSÍ segir að reglurnar séu enn bara drög og að enn gætu einstök atriði í reglunum átt eftir að taka einhverjum breytingum eða að nauðsynlegt verði að skerpa á einstökum atriðum. Í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld undanfarna viku hafa þessar reglur verið kynntar og eru nú forsenda þess að til skoðunar er að hefja leik að nýju. KSÍ segir mikilvægt að allir þátttakendur leiksins kynni sér reglurnar og að eftir þeim sé farið. Næstu daga er stefnt að því að reglurnar verði staðfestar í stjórn KSÍ og kynntar aðildarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í framhaldinu. „Allir hagsmunaaðilar; forráðamenn félaga, leikmenn, allir starfsmenn félaga/mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð þegar kallið kemur. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í frétt KSÍ. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi þetta aðeins á upplýsingafundinum í dag. „Grunnurinn að því eru kannski mjög ítarlegar reglur sem að knattspyrnusambandið er tilbúið að setja um framkvæmd knattspyrnuleikja. Við höfum unnið mjög náið með knattspyrnusambandinu og ÍSÍ síðustu daga við að leita leiða í þessu. Fyrir liggja mjög strangar reglur sem að knattspyrnusambandið er tilbúið að setja. Það er grunnurinn að því að stíga þetta skref. Þær verða síðan nýttar fyrir öll önnur sérsambönd, til að setja svipaðar reglur fyrir þau. Við munum vinna það með ÍSÍ núna næstu daga, þegar fyrir liggur hvaða leið ráðherra mun fara varðandi þessar tillögur sóttvarnalæknis,“ sagði Víðir. Reglur KSÍ um sóttvarnir vegna COVID-19 DRÖG – 6. ágúst 2020 Almennt Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu mánuðina. Þessar almennu aðgerðir eru hér með gerðar að skilyrði fyrir því að hægt sé að halda áfram iðkun knattspyrnu á Íslandi næstu misserin án þess að sífellt sé hætta á því að þurfa að skella öllu í lás á nokkurra vikna fresti. Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur í knattspyrnu (leikmenn, starfsmenn félaga og allir aðrir þátttakendur leiksins) smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að stöðva smit til annarra, ef einstaklingur innan félags sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Mikilvægt er að öllum þátttakendum í knattspyrnu sé gert það ljóst að ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti. Þessar reglur sem hér eru settar ná til keppnissvæða, æfingaaðstöðu, búningsaðstöðu, ferðalaga og síðast en ekki síst til mikilvægi almennrar aðgæslu allra þátttakenda í knattspyrnuá Íslandi (allra deilda meistaraflokka og 2. og 3. flokks karla og kvenna). Reglur þessar fela í sér aðskilnað hópa eftir því sem nauðsyn krefur t.d. leikmanna/þjálfara frá almennum starfsmönnum félaga og ítarlegri aðskilnað fjölmiðla frá öðrum þátttakendum leiksins heldur en áður hefur verið fjallað um í leiðbeiningum KSÍ. Auk þess fela þessar ráðstafanir í sér ítarlegri leiðbeiningar um almenna sótthreinsun búningsklefa og búnaðar sem notaður er í keppni og á æfingum en áður hefur verið hér á landi. Jafnframt er hér fjallað um ráðstafanir sem nauðsynlegar eru varðandi fjarlægðarmörk innan einstakra hópa, t.d. leikmanna, þjálfara og dómara. Sérstaklega er kveðið á um hámarksfjölda starfsfólks nauðsynlegra þjónustuaðila, t.d. starfsmenn mannvirkja, starfsmenn leikja og starfsmenn fjölmiðla. Leikmaður sem sýkst hefur þarf eins og aðrir að halda sig í einangrun þar til liðnir eru a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarprófi) og að hann/hún hafi verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga. Áður en að leikmaður getur hafið æfingar og keppni á ný þarf mat læknis til staðfestingar á að hann/hún sé leikfær samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum. Aðrir leikmenn og starfsmenn hlutaðeigandi félags geta þurft að fara í sóttkví í allt að 14 daga. Mynd/KSÍ Skipta ber knattspyrnumannvirkjum í þrjú svæði: Tæknisvæði, Áhorfendasvæði og ytra svæði. Þetta má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Að áhorfendum frátöldum mega að hámarki vera 100 manns (16 ára og eldri) samtals innan svæða 1 og 2 á hverjum tíma (80 á svæði 1 og 20 á svæði 2). Leikdegi er skipt niður í tímaglugga (um það bil 2 klst. hver gluggi) og taflan hér fyrir neðan sýnir hversu margir mega vera á hverju svæði innan hvers tímaglugga. Aðalmarkmið töflunnar er að tryggja að fjöldi á hverjum tíma fari ekki yfir hámarksfjölda en helsta markmiðið er að tryggja þann hámarksfjölda sem er innan mannvirkis á meðan leikur fer fram. Í töflunni er leiktími settur kl. 15:30 sem dæmi. Öllum undirbúningi mannvirkis og leikvallar þarf að vera lokið vel tímanlega áður en leikmenn (keppnislið) mæta til leiks. Mynd/KSÍ Það má sjá meira um þetta og frekari reglur með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira