Facebook stendur við að leyfa áfram lygar stjórnmálamanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 13:42 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið sakaður um að gera lítið til að draga úr neikvæðum áhrifum miðilsins á þjóðmálaumræðu og stjórnmál. Vísir/EPA Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda. Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda.
Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56