Facebook stendur við að leyfa áfram lygar stjórnmálamanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 13:42 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið sakaður um að gera lítið til að draga úr neikvæðum áhrifum miðilsins á þjóðmálaumræðu og stjórnmál. Vísir/EPA Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda. Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda.
Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56