Skora ekki hjá Liverpool liðinu ef Joe Gomez byrjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 14:00 Joe Gomez er ennþá bara 22 ára gamall og er því framrtíðarmaður fyrir Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira