Spánverjar Evrópumeistarar 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 17:15 Spánverjar eru Evrópumeistarar 2020. Vísir/Getty Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum. Króatar, sem unnu Norðmenn á eftirminnilegan hátt í tvíframlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0 snemma leiks. Annars var leikurinn í járnum nær allt til enda en eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 5-5. Varnarleikur beggja liða var frábær í dag en ljóst að sóknarleikurinn var orðinn pínu stífur og stirður eftir álagið síðustu daga. Króatar komust svo aftur tveimur mörkum yfir, 8-6, eftir að staðan hafði verið jöfn 6-6. Domagoj Duvnjak þá með fjögur af átta mörkum Króata. Eftir það fór allt í baklás hjá Króötum á meðan Spánverjar spýttu í lófana en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins. Þegar skammt var til hálfleiks leiddu Spánverjar með einu marki, staðan þá 11-10. Króatar náðu hins vegar að jafna metin þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út en samt sem áður tókst Spánverjum að skora þökk sé góðu skoti Raúl Entrerríos alveg í blálokin. Staðan því 12-11 er liðin gengu til búningsherbergja. Spánverjar gátu þakkað Pérez De Vargas í markinu en hann varði sex af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. NOTHING is getting past All-star Team goalkeeper @PerezdVargas right now - 6 saves from 8 shots @RFEBalonmano#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/aMNjYR8i7q— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Some half-time stats for the fact fans - @HRStwitt making more passes, @RFEBalonmano more efficient#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4EiyrKSig6— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Spánverjar komust tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Tvö mörk uðru fjögur skömmu síðar en í tvígang var enginn í marki Króata. Aleix Gomez Abello nýtti sér það en hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Spánverja sem komust mest fjórum mörkum yfir, staðan þá 16-12. Króatar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og tókst þeim að minnka muninn jafnt og þétt þangað til staðan var allt í einu orðin 18-18 og skammt til leiksloka. Á þeim tímapunkti stefndi allt í að Króatar væru á leið í framlengingu annan leikinn í röð. Þeir komust svo yfir í stöðunni 19-18 og höfðu þá skorað þrjú mörk í röð. Raunar var það þannig að eftir að Króatar jöfnuðu í 18-18 var ekki skorað í fímm mínútur í leiknum. Spennustigið greinilega mjög hátt. Spánverjar skoruðu í kjölfarið tvö mörk og komust 20-19 yfir en Króatar voru fljótir að hugsa og tóku snögga miðju þar sem enginn var í marki Spánar og skoraði Ilija Brozović með skoti frá miðju. Reyndist það síðasta mark Króata í leiknum en þeir fóru illa að ráði sínu undir lok leiks og fór það svo að Spánverjar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér þar með Evrópumeistaratitilinn, annað skiptið í röð. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Spánverjar verðugir meistarar en þeir töpuðu ekki leik allt mótið. Eini leikurinn sem þeir unnu ekki var jafntefli við Króata í milliriðli. Er þetta í 3. sinn sem Króatar tapa úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta. .@AlexDujshebaev scores the winning goal and secures @RFEBalonmano their second EHF EURO title#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/hNPAXYjS0B— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Watch the Game Highlights from Spain vs. Croatia, 01/26/2020 pic.twitter.com/2PCRoq819d— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 EM 2020 í handbolta Spánn Tengdar fréttir Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15 Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45 Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30 Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum. Króatar, sem unnu Norðmenn á eftirminnilegan hátt í tvíframlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0 snemma leiks. Annars var leikurinn í járnum nær allt til enda en eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 5-5. Varnarleikur beggja liða var frábær í dag en ljóst að sóknarleikurinn var orðinn pínu stífur og stirður eftir álagið síðustu daga. Króatar komust svo aftur tveimur mörkum yfir, 8-6, eftir að staðan hafði verið jöfn 6-6. Domagoj Duvnjak þá með fjögur af átta mörkum Króata. Eftir það fór allt í baklás hjá Króötum á meðan Spánverjar spýttu í lófana en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins. Þegar skammt var til hálfleiks leiddu Spánverjar með einu marki, staðan þá 11-10. Króatar náðu hins vegar að jafna metin þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út en samt sem áður tókst Spánverjum að skora þökk sé góðu skoti Raúl Entrerríos alveg í blálokin. Staðan því 12-11 er liðin gengu til búningsherbergja. Spánverjar gátu þakkað Pérez De Vargas í markinu en hann varði sex af þeim átta skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. NOTHING is getting past All-star Team goalkeeper @PerezdVargas right now - 6 saves from 8 shots @RFEBalonmano#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/aMNjYR8i7q— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Some half-time stats for the fact fans - @HRStwitt making more passes, @RFEBalonmano more efficient#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4EiyrKSig6— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Spánverjar komust tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Tvö mörk uðru fjögur skömmu síðar en í tvígang var enginn í marki Króata. Aleix Gomez Abello nýtti sér það en hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Spánverja sem komust mest fjórum mörkum yfir, staðan þá 16-12. Króatar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og tókst þeim að minnka muninn jafnt og þétt þangað til staðan var allt í einu orðin 18-18 og skammt til leiksloka. Á þeim tímapunkti stefndi allt í að Króatar væru á leið í framlengingu annan leikinn í röð. Þeir komust svo yfir í stöðunni 19-18 og höfðu þá skorað þrjú mörk í röð. Raunar var það þannig að eftir að Króatar jöfnuðu í 18-18 var ekki skorað í fímm mínútur í leiknum. Spennustigið greinilega mjög hátt. Spánverjar skoruðu í kjölfarið tvö mörk og komust 20-19 yfir en Króatar voru fljótir að hugsa og tóku snögga miðju þar sem enginn var í marki Spánar og skoraði Ilija Brozović með skoti frá miðju. Reyndist það síðasta mark Króata í leiknum en þeir fóru illa að ráði sínu undir lok leiks og fór það svo að Spánverjar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér þar með Evrópumeistaratitilinn, annað skiptið í röð. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Spánverjar verðugir meistarar en þeir töpuðu ekki leik allt mótið. Eini leikurinn sem þeir unnu ekki var jafntefli við Króata í milliriðli. Er þetta í 3. sinn sem Króatar tapa úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta. .@AlexDujshebaev scores the winning goal and secures @RFEBalonmano their second EHF EURO title#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/hNPAXYjS0B— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020 Watch the Game Highlights from Spain vs. Croatia, 01/26/2020 pic.twitter.com/2PCRoq819d— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2020
EM 2020 í handbolta Spánn Tengdar fréttir Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15 Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45 Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30 Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Hituðu upp á „fan zone“ fyrir undanúrslitaleikinn: „Þetta er til skammar“ Undirbúningur Spánverja og Slóvena fyrir undanúrslitaleik liðanna var óhefðbundinn. 25. janúar 2020 11:15
Norðmenn tryggðu sér bronsið með öruggum sigri á Slóvenum | Þýskaland náði 5. sætinu Bronsið á Evrópumótinu í handbolta er Norðmanna að þessu sinni eftir átta marka sigur á Slóvenum í dag, lokatölur 28-20. Fyrr í dag tryggðu Þjóðverjar sér svo 5. sætið með sigri á Portúgal. Fréttin hefur verið uppfærð. 25. janúar 2020 20:45
Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa? Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28. 25. janúar 2020 21:30
Duvnjak valinn bestur á EM 2020 Búið er að velja besta leikmann EM 2020 í handbolta og úrvalslið mótsins. 26. janúar 2020 11:12