Vígahópar stjórna landamærum Kólumbíu og Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:15 Þrátt fyrir tilraunir hefur öryggissveitum mistekist að ná tökum á svæðinu. EPA/MIGUEL GUTIÉRREZ Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm. Kólumbía Venesúela Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira