Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2020 10:23 Air Greenland fékk núverandi Airbus A330-breiðþotu árið 2002 en hún var smíðuð árið 1998. Áður var félagið með Boeing 757-þotu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Air Greenland fékk 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. Þetta er mat danska flugfréttamiðilsins check-in.dk. Matið er meðal annars byggt á orðum ráðamanna Air Greenland á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag um að kaupverð þotunnar væri þriggja stafa tala í milljónum danskra króna, en þeir vildu að öðru leyti ekki gefa upp verðið. Grænlenska fréttasíðan Sermitsiaq fjallar einnig um málið. Þriggja stafa tala í milljónum danskra króna þýðir að hámarki 999 milljónir danskra króna, eða kaupverð upp á 18,5 milljarða íslenskra króna að hámarki. Sjá einnig hér: Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu Fleira styður þetta mat um að Grænlendingar hafi fengið þotuna með miklum afslætti. Þotan hefur hlotið dræmar undirtektir flugfélaga og aðeins 14 eintök verið pöntuð. Þetta þýðir áhættu kaupanda um lágt endursöluverð. Hún er styttri en A330-900neo, en 323 eintök hafa selst af lengri gerðinni. Nýja breiðþotan mun taka 305 farþega. Hún er af gerðinni Airbus A330-800neo, og stundum kölluð litla systir A330-900neo, sem er mun vinsælli meðal flugfélaga.Teikning/Air Greenland Þá er vitað að Air Greenland átti einnig í viðræðum við Boeing um kaup á Boeing 787-8 Dreamliner. Airbus-menn gætu hafa metið stöðuna svo að Boeing byði mikinn afslátt í öllum sínum vandræðagangi og væri ákaft í að ná Grænlandi aftur inn á heimskort bandaríska flugvélaframleiðandans, en Air Greenland rak Boeing 757-200 þotu áður en það keypti núverandi Airbus A330-200 þotu árið 2002. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, sagði á blaðamannafundinum fyrir helgi að kaupverðið hafi verið það sem réði úrslitum um að félagið valdi Airbus-þotuna fram yfir Boeing-þotuna. En fleira kom til. Með því að halda sig við Airbus A330 þarf Air Greenland ekki að endurþjálfa flugmenn né flugvirkja auk þess sem hluti varahluta nýtist áfram. Danska flugfréttasíðan greinir einnig frá því að Air Greenland sé jafnframt með til skoðunar að kaupa minni Airbus A320-þotu til að geta sinnt fleiri áfangastöðum frá Grænlandi en Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust frá fyrstu sprengingu að nýjum alþjóðaflugvelli í Nuuk: Airbus Boeing Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins. 19. janúar 2020 09:34 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Air Greenland fékk 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. Þetta er mat danska flugfréttamiðilsins check-in.dk. Matið er meðal annars byggt á orðum ráðamanna Air Greenland á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag um að kaupverð þotunnar væri þriggja stafa tala í milljónum danskra króna, en þeir vildu að öðru leyti ekki gefa upp verðið. Grænlenska fréttasíðan Sermitsiaq fjallar einnig um málið. Þriggja stafa tala í milljónum danskra króna þýðir að hámarki 999 milljónir danskra króna, eða kaupverð upp á 18,5 milljarða íslenskra króna að hámarki. Sjá einnig hér: Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu Fleira styður þetta mat um að Grænlendingar hafi fengið þotuna með miklum afslætti. Þotan hefur hlotið dræmar undirtektir flugfélaga og aðeins 14 eintök verið pöntuð. Þetta þýðir áhættu kaupanda um lágt endursöluverð. Hún er styttri en A330-900neo, en 323 eintök hafa selst af lengri gerðinni. Nýja breiðþotan mun taka 305 farþega. Hún er af gerðinni Airbus A330-800neo, og stundum kölluð litla systir A330-900neo, sem er mun vinsælli meðal flugfélaga.Teikning/Air Greenland Þá er vitað að Air Greenland átti einnig í viðræðum við Boeing um kaup á Boeing 787-8 Dreamliner. Airbus-menn gætu hafa metið stöðuna svo að Boeing byði mikinn afslátt í öllum sínum vandræðagangi og væri ákaft í að ná Grænlandi aftur inn á heimskort bandaríska flugvélaframleiðandans, en Air Greenland rak Boeing 757-200 þotu áður en það keypti núverandi Airbus A330-200 þotu árið 2002. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, sagði á blaðamannafundinum fyrir helgi að kaupverðið hafi verið það sem réði úrslitum um að félagið valdi Airbus-þotuna fram yfir Boeing-þotuna. En fleira kom til. Með því að halda sig við Airbus A330 þarf Air Greenland ekki að endurþjálfa flugmenn né flugvirkja auk þess sem hluti varahluta nýtist áfram. Danska flugfréttasíðan greinir einnig frá því að Air Greenland sé jafnframt með til skoðunar að kaupa minni Airbus A320-þotu til að geta sinnt fleiri áfangastöðum frá Grænlandi en Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust frá fyrstu sprengingu að nýjum alþjóðaflugvelli í Nuuk:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins. 19. janúar 2020 09:34 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins. 19. janúar 2020 09:34
Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40