Nýtt vandamál: Hann hreyfist! Sigríður Á. Andersen skrifar 2. febrúar 2020 16:45 Hví segja vinstri menn það ekki bara hreint út að þeir vilji banna bíla? Eftir margra mánaða tafir vegna skorts á kynningu fyrir íbúum í upphafi veittu borgaryfirvöld Vegagerðinni loks framkvæmdaleyfi nýverið til að bæta gatnamót Bústaðarvegar og Kringlumýrarbrautar. Um er að ræða gerð nýrrar fráreinar og breikkun rampa á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá Bústaðavegi og uppsetningu nýrra umferðarljósa. Allt er þetta hefðbundið viðhald og bætur á gatnakerfi okkar Reykvíkinga sem eykur öryggi og dregur úr töfum og þar með mengun. En leyfið var ekki veitt án ramakveins. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði fagna vissulega betri hljóðvist sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér en bóka jafnframt: „Hins vegar er ljóst á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagna í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna ára verða umferðartafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir framkvæmdina og því er ekki um langtímalausn að ræða.“ Þetta viðhorf minnir svolítið á innkaupastjóra í verslun sem telur það ekki ómaksins vert að panta inn vinsælar vörur því þær hverfi svo skjótt úr hillunum. En þetta er ekki tilfallandi viðhorf meðal vinstri manna. Í þingræðu í haust sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar: „Mig langar að nefna hér orkuskipti í samgöngum af því að fólk talaði dálítið um þau. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ótrúlega stór hluti af þessu en samt mun hinn vondi eiginleiki einkabílsins verða eftir, sem er ekki orkugjafinn heldur hreyfanleiki bílsins.“ Það er reyndar ekki rétt hjá Loga að samgöngur séu með „ótrúlega stóran“ hluta af losun gróðurhúsalofttegunda. Það er hvorki tilfellið hér á landi né annars staðar. Hér eru samgöngur á landi (bílar, rútur, strætisvagnar) með um 6% heildarlosunar CO2. Hið rétta er því að miðað við umræðuna eru bílar með ótrúlegan lítinn hluta í losuninni. Það er hins vegar sjálfsagt að gera þær kröfur að það dragi úr neikvæðum fylgifiskum bíla eins og loftmengun. Það hefur líka verið að gerast jafnt og þétt undanfarna áratugi með betri vélum, hreinna eldsneyti og nýjum orkugjöfum. En nú lýsir formaður Samfylkingarinnar yfir áhyggjum af „hreyfanleika bílsins.“ Það að bíllinn hreyfist telur hann vondan eiginleika. Jafnvel verri en útblásturinn. Það er auðvitað ekki við góðu að búast í umferðinni þegar formaður stjórnmálaflokksins sem stýrir samgöngumálum í Reykjavík telur það „vondan eiginleika“ að bíll hreyfist.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sigríður Á. Andersen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Hví segja vinstri menn það ekki bara hreint út að þeir vilji banna bíla? Eftir margra mánaða tafir vegna skorts á kynningu fyrir íbúum í upphafi veittu borgaryfirvöld Vegagerðinni loks framkvæmdaleyfi nýverið til að bæta gatnamót Bústaðarvegar og Kringlumýrarbrautar. Um er að ræða gerð nýrrar fráreinar og breikkun rampa á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá Bústaðavegi og uppsetningu nýrra umferðarljósa. Allt er þetta hefðbundið viðhald og bætur á gatnakerfi okkar Reykvíkinga sem eykur öryggi og dregur úr töfum og þar með mengun. En leyfið var ekki veitt án ramakveins. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði fagna vissulega betri hljóðvist sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér en bóka jafnframt: „Hins vegar er ljóst á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagna í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna ára verða umferðartafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir framkvæmdina og því er ekki um langtímalausn að ræða.“ Þetta viðhorf minnir svolítið á innkaupastjóra í verslun sem telur það ekki ómaksins vert að panta inn vinsælar vörur því þær hverfi svo skjótt úr hillunum. En þetta er ekki tilfallandi viðhorf meðal vinstri manna. Í þingræðu í haust sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar: „Mig langar að nefna hér orkuskipti í samgöngum af því að fólk talaði dálítið um þau. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ótrúlega stór hluti af þessu en samt mun hinn vondi eiginleiki einkabílsins verða eftir, sem er ekki orkugjafinn heldur hreyfanleiki bílsins.“ Það er reyndar ekki rétt hjá Loga að samgöngur séu með „ótrúlega stóran“ hluta af losun gróðurhúsalofttegunda. Það er hvorki tilfellið hér á landi né annars staðar. Hér eru samgöngur á landi (bílar, rútur, strætisvagnar) með um 6% heildarlosunar CO2. Hið rétta er því að miðað við umræðuna eru bílar með ótrúlegan lítinn hluta í losuninni. Það er hins vegar sjálfsagt að gera þær kröfur að það dragi úr neikvæðum fylgifiskum bíla eins og loftmengun. Það hefur líka verið að gerast jafnt og þétt undanfarna áratugi með betri vélum, hreinna eldsneyti og nýjum orkugjöfum. En nú lýsir formaður Samfylkingarinnar yfir áhyggjum af „hreyfanleika bílsins.“ Það að bíllinn hreyfist telur hann vondan eiginleika. Jafnvel verri en útblásturinn. Það er auðvitað ekki við góðu að búast í umferðinni þegar formaður stjórnmálaflokksins sem stýrir samgöngumálum í Reykjavík telur það „vondan eiginleika“ að bíll hreyfist.Höfundur er þingmaður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar