Gerir helmingur allra hrossabænda sig sekan um vanrækslu eða dýraníð? Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. febrúar 2020 14:00 Margir virðast halda, að það sé almenn regla, að bændur á Íslandi annist dýr sín vel og fylgi lögum um dýravernd og dýravelferð í sínu dýrahaldi. Væri vel, ef rétt væri. Undirritaður var þó að skoða Starfsskýrslu Matvælastofnunar, MAST, fyrir 2018, sem er 10 ára afmælisár hjá stofnuninni. Margt kemur fram í þessari skýrslu, m.a. það, að 2018 munu hafa verið um 73.000 hross í landinu, og var um 3.000 fullorðnum hrossum, auk 4.500 folalda, slátrað; seld í kjöthakk og annað kjötmeti. Kannski er ekki mikið um þetta að segja, ef menn vilja byggja sitt lífsviðurværi á því, að ala dýr í þennan heim - líka spendýr, sem eru í grundvallar atriðum sköpuð, eins og við, mannfólkið, þó stærð, form og lögun kunni að vera önnur - til þess að slátra þeim og selja í kjötiðnaðinn.Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá sumum, vonandi mörgum, að Þarfasti þjónninn, sem hélt lífinu í þessari þjóð, á harðræðistímum, um ár og aldir, með fórnfýsi, dugnaði og þrautseigju, svo af bar, sé nú ekki meira metinn af bændum, en svo, að hann sé í stórum stíl, í þúsunda tali, seldur í kjöthakk.Á árinu 2016 (nýrri gögn voru greinilega ekki til) fór MAST á 269 starfsstöðvar hrossabænda til eftirlits. Þetta voru þó ekki nema 12% allra hrossabænda, þannig, að eftirlitið er greinilega af skornum skammti.Komu alvarleg frávik varðandi velferð hestanna fram hjá 37 bændum. Hjá frekari 110 bændum komu fram velferðarfrávik, „sem ekki voru metin eins alvarleg“, eins og segir í skýrslunni, en voru þó greinilega líka alvarleg. Á þennan hátt kom í ljós, að við eftirlit hjá 269 hrossa-bændum, voru misalvarleg brot á velferð dýranna hjá 147 bændanna í gangi; 55% dýranna sættu vanrækslu, illri meðferð eða hreinu níði. Af þeim 37 tilvikum, sem alvarlegast þóttu, var um skort á fóðri að ræða í 14 tilvikum; voru dýrin vanalin eða svelt. Athyglisvert er, að í lokaathugasemd um þessi 37 brotlegu hrossabú, kom þessi athugasemd: „Úrbótum ekki sinn í 23 tilvikum“. Hvað gert var við þá, sem sinntu ekki úrbótum, kemur ekkert fram. Kannski var það ekkert! Í sömu skýrslu kemur fram, að blóðmerar hafi verið haldnar á 92 hrossabýlum. Var það tæplega 30% aukning frá árinu áður; 20 blóðhrossabændur bættust við milli ára. Um þetta hefur lítið verið fjallað, en þetta blóðmerahald byggist á því, að hryssur er gerðar fylfullar og svo er tappað af þeim blóði, 5 lítrum í senn, yfir leitt fjórum sinnum á tveggja mánaða tímabili á haustin, alls 20 lítrum, en blóðið er síðan selt lyfjafyrirtækjum til framleiðslu á frjósemislyfjum. Er þetta gert í svo miklum mæli, að heildarmagn nemur mörgum tugum tonna af blóði ár hvert.Það skelfilega við þetta dýrahald, ef dýrahald skyldi kalla – dýraníð á sennilega betur við - er það, að þetta eru allt villtar merar - útigangshross -, sem auðvitað þarf að beita heiftarlegu ofbeldi – hreinum fantabrögðum – til að unnt sé að ná þeim í algjöra kyrrstöðu, meðan að blóðinu er tappað af þeim. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem gefa sig í blóðtökuna. Ekki mikil sjálfsvirðing í gangi þar. Virðast bændur halda þúsundir dýra í þessu skyni. Aftur má spyrja um virðingu bænda fyrir Þarfasta þjóninum. Geta þessir bændur virkilega ekki skapað sér einhvern skárri afkomugrundvöll, sýnt af sér aðeins meiri mannsæmd í sínu starfi, en þetta? Það er fyrirtækið Ísteka, sem stendur að þessari fyrir mér ljótu iðju, en leyfi fékk fyrirtækið - sem hefur stundað þetta í 30 ár - frá Lyfjastofnun, og á MAST að hafa eftirlit með þessari starfsemi. Þetta eftirlit mun þó byggjast á „stikkprufum byggðu á áhættumati“, eins og segir í skýrslu MAST, sem undirritaður skilur sem málamynda prufur. Við í Jarðarvinum sendum forstjóra og aðstoðarforstjóra Lyfjastofnunar þessar spurningar 21. janúar sl. með tilvísunar í upplýsingalög nr. 140/2012, sem þýðir, að Lyfjastofnun hefði borið að svara innan viku:1. Hversu margar útigangshryssur eru í svokölluðu blóðmerahaldi? 2. Hversu margir bændur halda blóðmerar? 3. Hvaða aðferðum er beitt til að taka blóð af þessum merum? Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtöku aðferðum. 4. Vinsamlegast upplýsið á grundvelli hverra lagaheimilda, þessi blóðtaka – sem mun hafa farið fram í 40 ár, og þeir, sem henni stýra, kalla „blóðgjöf blóðgjafahryssa“, jafn kaldhæðnislegt og það er - fer fram. Í millitíðinni hafa ný lög og nýjar reglugerðir til dýraverndar og dýravelferðar tekið gildi. Samræmist þetta ofbeldi og þessi líkamlegi yfirgangur við dýrin þeim nýju verndar- og velferðar ákvæðum? 5. Sérstaklega er spurt, hvort þessi blóðtaka samræmist lögum nr. 55/2013; markmiði, anda og hinum margvíslegu ákvæðum laganna. Nú, 3. febrúar, hefur ekkert svar borist. Þessum spurningum var líka beint að MAST þann 21. janúar sl. Eru þessar spurningar hér með áréttaðar við Lyfjastofnun og MAST og svara krafist! Loka tilfinning undirritaðs við þessa málsskoðun er sú, að við Íslendingar megum skammast okkar fyrir, hvernig við höfum farið með þarfasta þjóninn og taka saman höndum um, að bæta út því eins skjótt og vel og verða má. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Margir virðast halda, að það sé almenn regla, að bændur á Íslandi annist dýr sín vel og fylgi lögum um dýravernd og dýravelferð í sínu dýrahaldi. Væri vel, ef rétt væri. Undirritaður var þó að skoða Starfsskýrslu Matvælastofnunar, MAST, fyrir 2018, sem er 10 ára afmælisár hjá stofnuninni. Margt kemur fram í þessari skýrslu, m.a. það, að 2018 munu hafa verið um 73.000 hross í landinu, og var um 3.000 fullorðnum hrossum, auk 4.500 folalda, slátrað; seld í kjöthakk og annað kjötmeti. Kannski er ekki mikið um þetta að segja, ef menn vilja byggja sitt lífsviðurværi á því, að ala dýr í þennan heim - líka spendýr, sem eru í grundvallar atriðum sköpuð, eins og við, mannfólkið, þó stærð, form og lögun kunni að vera önnur - til þess að slátra þeim og selja í kjötiðnaðinn.Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá sumum, vonandi mörgum, að Þarfasti þjónninn, sem hélt lífinu í þessari þjóð, á harðræðistímum, um ár og aldir, með fórnfýsi, dugnaði og þrautseigju, svo af bar, sé nú ekki meira metinn af bændum, en svo, að hann sé í stórum stíl, í þúsunda tali, seldur í kjöthakk.Á árinu 2016 (nýrri gögn voru greinilega ekki til) fór MAST á 269 starfsstöðvar hrossabænda til eftirlits. Þetta voru þó ekki nema 12% allra hrossabænda, þannig, að eftirlitið er greinilega af skornum skammti.Komu alvarleg frávik varðandi velferð hestanna fram hjá 37 bændum. Hjá frekari 110 bændum komu fram velferðarfrávik, „sem ekki voru metin eins alvarleg“, eins og segir í skýrslunni, en voru þó greinilega líka alvarleg. Á þennan hátt kom í ljós, að við eftirlit hjá 269 hrossa-bændum, voru misalvarleg brot á velferð dýranna hjá 147 bændanna í gangi; 55% dýranna sættu vanrækslu, illri meðferð eða hreinu níði. Af þeim 37 tilvikum, sem alvarlegast þóttu, var um skort á fóðri að ræða í 14 tilvikum; voru dýrin vanalin eða svelt. Athyglisvert er, að í lokaathugasemd um þessi 37 brotlegu hrossabú, kom þessi athugasemd: „Úrbótum ekki sinn í 23 tilvikum“. Hvað gert var við þá, sem sinntu ekki úrbótum, kemur ekkert fram. Kannski var það ekkert! Í sömu skýrslu kemur fram, að blóðmerar hafi verið haldnar á 92 hrossabýlum. Var það tæplega 30% aukning frá árinu áður; 20 blóðhrossabændur bættust við milli ára. Um þetta hefur lítið verið fjallað, en þetta blóðmerahald byggist á því, að hryssur er gerðar fylfullar og svo er tappað af þeim blóði, 5 lítrum í senn, yfir leitt fjórum sinnum á tveggja mánaða tímabili á haustin, alls 20 lítrum, en blóðið er síðan selt lyfjafyrirtækjum til framleiðslu á frjósemislyfjum. Er þetta gert í svo miklum mæli, að heildarmagn nemur mörgum tugum tonna af blóði ár hvert.Það skelfilega við þetta dýrahald, ef dýrahald skyldi kalla – dýraníð á sennilega betur við - er það, að þetta eru allt villtar merar - útigangshross -, sem auðvitað þarf að beita heiftarlegu ofbeldi – hreinum fantabrögðum – til að unnt sé að ná þeim í algjöra kyrrstöðu, meðan að blóðinu er tappað af þeim. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem gefa sig í blóðtökuna. Ekki mikil sjálfsvirðing í gangi þar. Virðast bændur halda þúsundir dýra í þessu skyni. Aftur má spyrja um virðingu bænda fyrir Þarfasta þjóninum. Geta þessir bændur virkilega ekki skapað sér einhvern skárri afkomugrundvöll, sýnt af sér aðeins meiri mannsæmd í sínu starfi, en þetta? Það er fyrirtækið Ísteka, sem stendur að þessari fyrir mér ljótu iðju, en leyfi fékk fyrirtækið - sem hefur stundað þetta í 30 ár - frá Lyfjastofnun, og á MAST að hafa eftirlit með þessari starfsemi. Þetta eftirlit mun þó byggjast á „stikkprufum byggðu á áhættumati“, eins og segir í skýrslu MAST, sem undirritaður skilur sem málamynda prufur. Við í Jarðarvinum sendum forstjóra og aðstoðarforstjóra Lyfjastofnunar þessar spurningar 21. janúar sl. með tilvísunar í upplýsingalög nr. 140/2012, sem þýðir, að Lyfjastofnun hefði borið að svara innan viku:1. Hversu margar útigangshryssur eru í svokölluðu blóðmerahaldi? 2. Hversu margir bændur halda blóðmerar? 3. Hvaða aðferðum er beitt til að taka blóð af þessum merum? Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtöku aðferðum. 4. Vinsamlegast upplýsið á grundvelli hverra lagaheimilda, þessi blóðtaka – sem mun hafa farið fram í 40 ár, og þeir, sem henni stýra, kalla „blóðgjöf blóðgjafahryssa“, jafn kaldhæðnislegt og það er - fer fram. Í millitíðinni hafa ný lög og nýjar reglugerðir til dýraverndar og dýravelferðar tekið gildi. Samræmist þetta ofbeldi og þessi líkamlegi yfirgangur við dýrin þeim nýju verndar- og velferðar ákvæðum? 5. Sérstaklega er spurt, hvort þessi blóðtaka samræmist lögum nr. 55/2013; markmiði, anda og hinum margvíslegu ákvæðum laganna. Nú, 3. febrúar, hefur ekkert svar borist. Þessum spurningum var líka beint að MAST þann 21. janúar sl. Eru þessar spurningar hér með áréttaðar við Lyfjastofnun og MAST og svara krafist! Loka tilfinning undirritaðs við þessa málsskoðun er sú, að við Íslendingar megum skammast okkar fyrir, hvernig við höfum farið með þarfasta þjóninn og taka saman höndum um, að bæta út því eins skjótt og vel og verða má.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun